Samfélag

Samfélagsþátttaka, hvort sem er í stjórnmálum, öðrum samfélagslegum verkefnum eða félagsstarfi, hefur margvísleg jákvæð áhrif. Virk þátttaka íbúa styrkir meðal annars félagsleg tengsl og skapar samkennd, sem er grundvöllur sterkara og virkara samfélags. Með þátttöku gefst einstaklingum tækifæri til að hafa áhrif á stefnu samfélagsins og bæta lífsgæði sín og annarra. Öll höfum við möguleika á að leggja okkar af mörkum til að efla lýðræði og byggja betra samfélag.