Verkefnið HeimaHöfn

HeimaHöfn er heildstætt langtímaverkefni sem tekur á fjölþættum áskorunum sem ungt fólk og landbyggðarsamfélög standa frammi fyrir. Ungt fólk, byggðafesta og búferlaflutningar eru sameiginleg viðfangsefni landsbyggðarsamfélaga en HeimaHöfn er fyrsta heildstæða byggðaþróunarverkefnið hér á landi sem kjarnast um ungt fólk og eflingu byggðar. HeimaHöfn er þróunarverkefni sem miðar að því að styrkja samkeppnishæfni og aðdráttarafl Hornafjarðar sem framtíðarbúsetukost. Með ólíkum verkþáttum er markvisst stuðlað að jákvæðri upplifun og viðhorfi ungmenna til framtíðarinnar í Hornafirði og öflugum tengslum þeirra við samfélagið. Verkefnið felur í sér náið samstarf með ungu fólki, skólum, atvinnulífi, félagasamtökum og öðrum hagaðilum á svæðinu. Lögð er áhersla á að efla og viðhalda tengslum við ungmenni, efla félagslega virkni þeirra og samfélagsþátttöku meðal annars með miðlun upplýsinga um fjölbreytt tækifæri til menntunar, atvinnu og félagsstarfs á svæðinu.

Þátttaka íbúa í verkefninu  HeimaHöfn styrkir nærsamfélagið og skapar umhverfi þar sem ungmenni sjá framtíð sína. Með því að skapa sterkari tengsl við heimabyggðina og auka sýnileika tækifæra er byggðafesta efld og ungt fólk getur tekið upplýstar ákvarðanir um framtíðarbúsetu.

HeimaHöfn er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem í sameiningu fjármagna 50% stöðu verkefnastjóra. Fjárlaganefnd hefur styrkt verkefnið um fimm milljónir króna fyrir árið 2025 en í því felst einnig mikil viðurkenning á gildi verkefnisins fyrir samfélagið.

Verkefnastjóri HeimaHafnar er Eyrún Fríða (eyrun@nyheimar.is).

Vertu með! 

Verkefnið HeimaHöfn er þróað fyrir samfélagið í Sveitarfélaginu Hornafirði með það að markmiði að efla tengsl og fjölga tækifærum ungmenna. Ungt fólk er helsti markhópur verkefnisins en öllum er boðið að taka þátt – með ýmsum hætti!

Samstarfsaðilar

svf_hornafjordur-0643
4N9A4748
hornafjordur_sumar23-7909
hornafjordur_sumar23-8792
svf_hornafjordur-0447
svf_hornafjordur-5278
svf_hornafjordur-5062
previous arrow
next arrow