Sjálfstæðisfélag Austur-Skaftafellssýslu

Sjálfstæðisfélag Austur-Skaftafellssýslu er félag sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Hornafirði. Meðal helstu stefnumála framboðsins fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar voru skipulag nýrrar íbúðabyggðar, bygging nýs hjúkrunarheimilis ásamt áherslu á loftslags- og umhverfismál. Félagið heldur úti ungliðahreyfingu fyrir einstaklinga á aldrinum 15-35 ára. Formaður ungra sjálfstæðismanna á svæðinu er Níels Brimar Jónsson.

KEX

Kex er framboð sem var stofnað árið 2022 fyrir sveitarstjórnarkosningar. Framboðið var stofnað til að berjast fyrir umhverfismálum, jafnrétti, sýnileika í stjórnsýslunni og því að ákvarðanir sem teknar eru séu samfélaginu öllu til hagsbóta. 

Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga

 

Framsóknarfélag Austur-Skaftfellinga er félag framsóknarmanna í Sveitarfélaginu Hornafirði. Framsókn og stuðningsmenn leggja áherslu á að vinna fyrir allt samfélagið, hvort sem það eru stórir eða smáir, ungir eða eldri. Hugmyndafræði Framsóknar byggir á samvinnu, jafnrétti og virðingu. Félagið vill gagnsæi og skilvirkni í stjórnsýslunni, horfa til framtíðar við alla ákvarðanatöku og gera samfélagið okkar betra fyrir íbúa og gesti.