Björgunarfélag Hornafjarðar
Björgunarfélag Hornafjarðar gegnir mikilvægu hlutverki við að tryggja öryggi bæði íbúa og ferðamanna í svæðinu. Félagið sinnir fjölbreyttum verkefnum, þar á meðal upplýsingagjöf og gæslu, björgun og leit að týndum einstaklingum.
Auk björgunarverkefna leggur félagið áherslu á þjálfun og endurmenntun meðlima. Þjálfun fer fram í gegnum æfingar og námskeið, ýmist á vegum sveitarinnar sjálfrar eða Björgunarskólans.
- Formaður Björgunarfélags Hornafjarðar er Finnur Smári Torfason
- www.facebook.com/bjorgunarfelaghornafjardar
- bf.hornafjardar@gmail.com
- 478-1417 / 868-4034
- Álaugarvegi 9, 780 Höfn
- Aldur: 18 ára
- Kyn: Öll velkomin
Slysavarnardeildin Framtíðin
Slysavarnadeildin Framtíðin er mikilvæg stoð nærsamfélagsins. Með öflugri starfsemi lætur félagið gott af sér leiða, sinnir slysavörnum og forvarnastarfi og er traustur bakhjarl á erfiðum stundum. Vinna með félaginu er gefandi og skemmtileg og felst meðal annars í fjáröflun.
Björgunarsveitin Kári
Björgunarsveitin Kári í Öræfum tekst á ári hverju við mörg og fjölbreytt verkefni. Meðlimir eru með ólíkan bakgrunn en tveir sérhæfðir hópar eru innan sveitarinnar, annars vegar í fjalla- og jöklabjörgun og hins vegar vettvangsliða hópur. Með fjölgun ferðamanna á svæðinu hefur verkefnum sveitarinnar fjölgað og álag á meðlimi getur verið mikið. Starfssvæði sveitarinnar er stórt og aðstæður oft krefjandi, bæði vegna veðurs og hve langt er í næstu bjargir á borð við sjúkrabíl og lögreglu. Björgunarsveitin Kári er því oftast fyrsti viðbragðsaðili á vettvang slysa á svæðinu. Sveitin sinnir einnig fyrirbyggjandi aðgerðum, svo sem lokun vega í slæmum veðrum og færð.
- ****************
- www.facebook.com/bjorgunarsveitinkari/
- kari@landsbjorg.is
- ************
- *****************
- Aldur: 18 ára
- Kyn: Öll velkomin
Lionsklúbbur Hornafjarðar
Lionsklúbbur Hornafjarðar er virkur félagsskapur sem leggur sitt af mörkum til samfélagsins með fjölbreyttum verkefnum og góðgerðastarfi. Klúbburinn hefur meðal annars unnið að uppbyggingu Þorgeirslundar, sem er fjölskylduvænn almenningsgarður í útjaðri Hafnar. Í lundinum hafa félagar Lionsklúbbsins komið fyrir bekkjum og borðum, auk skilta sem fræða gesti um sögu svæðisins. Aðstaðan í Þorgeirslundi er hugsuð sem afþreying fyrir íbúa og ferðamenn, og stefnt á frekari uppbyggingu.
Lionsklúbburinn vinnur einnig að ýmsum öðrum verkefnum sem snúa að samfélagslegri ábyrgð, meðal annars með fjáröflun vegna málefna í nærsamfélaginu.
Klúbburinn er hluti af alþjóðlegu Lionshreyfingunni sem er þekkt fyrir að vinna að bættri sjónvernd, aðstoð við fatlaða og stuðning við samfélög í neyð.
- Formaður Lionsklúbbsins er Gunnar Þorláksson
- lion.hornafjardar@gmail.com
- 8602584
- *****************
- Aldur: 18 ára
- Kyn: Karlar
Lionsklúbburinn Kolgríma
Lionsklúbburinn Kolgríma er virkur félagsskapur sem einbeitir sér að góðgerðarmálum og samfélagslegri þjónustu. Kolgríma hefur tekið virkan þátt í samfélagsmálum á Hornafirði og unnið að ýmsum góðgerðarverkefnum. Klúbburinn leggur áherslu á verkefni sem miða að því að bæta lífsgæði á svæðinu, bæði fyrir íbúa og gesti.
Lionsklúbburinn Kolgríma er hluti af alþjóðlegu Lionshreyfingunni sem er þekkt fyrir að vinna að bættri sjónvernd, aðstoð við fatlaða og stuðning við samfélög í neyð.
- Formaður Anna Antonsdóttir
- ********
- anna.antonsdottir@gmail.com
- 847-6634
- *****************
- Aldur: 18 ára
- Kyn: konur
Kiwanisklúbburinn Ós
Kiwanisklúbburinn Ós leggur mikla áherslu á að styðja við börn og ungmenni á svæðinu, í samræmi við kjörorð hreyfingarinnar „Börnin fyrst og fremst“. Meðlimir klúbbsins hafa einnig verið virkir í alþjóðlegum verkefnum og hafa sótt fjölmörg þing erlendis og var Haukur Sveinbjörnsson umdæmisstjóri 2016-17 og næsti umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar er Sigurður Einar Sigurðsson 2025-26.
- Kristjón Elvar Elvarsson er forseti klúbbsins 2023-25
- Næsti forseti 2025-26 er Hannes Halldórsson með síma 849-9621.
- Kristjón Elvar Elvarsson er forseti klúbbsins
- os@kiwanis.is
- 861 8602
- Dalbraut 780 Höfn
- Aldur: 18 ára
- Kyn: Karlar
Hirðingjarnir
Hirðingjarnir reka nytjamarkað og rennur allur ágóði til góðgerðarmál í heimabyggð. Hugmyndin að Hirðingjunum kviknaði á kaffistofu hjúkrunarheimilisins árið 2012 og er nú orðin að verkefni sem hefur mikla þýðingu fyrir nærsamfélagið. Á ári hverju styrkja hinir öflugu Hirðingjarnir fjölda málefna í heimabyggð. Nytjamarkaðurinn nýtur mikilla vinsælda meðal heimamanna og gesta og hefur hlotið athygli fjölmiðla. Á opnunartíma er oft afar líflegt á nytjamarkaðnum en til viðbótar við hefðbundna búð starfrækja Hirðingjarnir einnig netverslun.
Rauði krossinn á Hornafirði
Sjálfboðaliðar og félagar Rauða krossins eru fjölbreyttur hópur fólks sem vill hafa jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfinu á Suðurlandi ekki hika við að sækja um.
- Formaður er Guðrún E. Víðisdóttir
- *******
- formadur.hornafjordur@redcross.is
- ************
- *****************
Samband Austur-Skaftfellskra kvenna
Samband Austur-Skaftfellskra kvenna er héraðssamband Kvenfélaga og aðildarsamband að Kvenfélagasambandi Íslands. Innan Sambands Austur-Skaftfellskra kvenna starfa um 70 konur í 4 félögum. Aðildarfélög sambandsins eru Kvenfélagið Vaka í Nesjum, Kvenfélagið Eining á Mýrum og Kvenfélagið Ósk í Suðursveit. Starf kvenfélaganna hefur fjölþætt markmið, einkum að efla tengsl og samvinnu kvenna með því að stuðla að samskiptum með funda- og ráðstefnuhaldi, starfa með öðrum samtökum sem láta sig varða hagsmunamál kvenna, hvetja konur til áhrifa í þjóðfélaginu og vinna að jafnréttismálum.
- Guðbjörg Ósk Jónsdóttir formaður sambandsins
- Heimasíða
- gosk@eyjar.is, sask@kvenfelag.is
- 864-1847
- *****************
- Aldur: 18 ára
- Kyn: konur