HeimaHöfn er þróað fyrir samfélagið í Sveitarfélaginu Hornafirði. Verkefnið miðar að því að efla tengsl og fjölga tækifærum fyrir ungt fólk á svæðinu. Með þátttöku í HeimaHöfn kemur þú að mótun framtíðar nærsamfélagsins. Ungt fólk er kjarni verkefnisins og helsti markhópur þess en öllum er boðið að taka þátt – virk aðkoma ólíkra aðila er lykilatriði!

 

Einstaklingar

Einstaklingar eru lykilaðilar í daglegu lífi í Hornafirði og mótun samfélagsins. Hvort sem þú býrð hér núna, hefur búið hér eða munt búa hér í framtíðinni, þá ert þú hluti af heildinni og getur haft áhrif. HeimaHöfn er fyrir þau sem vilja vera upplýst um lífið í Hornafirði, líka þau sem búa ekki á svæðinu í augnablikinu. Verkefnastjórar hjálpa þátttakendum að viðhalda og/eða mynda tengsl við Hornafjörð og fylgjast með því sem er að gerast á svæðinu. Í gegnum viðburði, verkefni og samskipti mun HeimaHöfn kynna tækifæri til náms, atvinnu og samfélagsþátttöku.

    • Við viljum kynnast unga fólki sveitarfélagsins og þeirra sýn
      • Í samstarfi við grunn- og framhaldsskóla á svæðinu mun HeimaHöfn verða hluti af skólastarfi ungmenna, vettvangur þeirra til að kynnast fjölbreyttum tækifærum og sjálfum sér um leið.
    • Við viljum halda tengslum við brottflutta Hornfirðinga
      • Mörg ungmenni fara annað í nám. HeimaHöfn býður snertiflöt við samfélagið í Hornafirði, miðlun tækifæra og tengslanet heim meðan á námi stendur. Þessi þjónusta er bæði fyrir nýja íbúa og þá sem vilja snúa aftur heim.

Aðild að HeimaHöfn er ókeypis og öllum er frjálst að vera með. Þátttakendur geta valið ólíkar áherslur eftir áhugasviði hverju sinni:

  • Persónuleg ráðgjöf
  • Atvinnuleit, bæði sumarstörf og heilsárs.
  • Rannsóknartækifæri
  • Stoðkerfi menntunar, námsaðstaða og prófþjónusta
 

Ýmis þjónusta er í boði fyrir þátttakendur verkefnisins eftir áherslum og þörfum hverju sinni. Meðal annars má nefna:

  • Þátttaka í tengslaneti HeimaHafnar og Nýheima þekkingarseturs við fyrirtæki, skóla og stofanir. 
  • Leiðsögn og upplýsingar um stoðkerfi menntunar á framhalds- og háskólastigi
  • Aðstoð við tengslamyndun við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu vegna framkvæmdar rannsókna- eða nýsköpunar verkefna
  • Leiðbeiningar við gerð umsókna í styrktarsjóði
  • Aðstoð við atvinnuleit og upplýsingar um laus störf innan sveitarfélagsins. 

Fyrirtæki, einyrkjar og stofnanir

Kjarni HeimaHafnar er félagsleg sjálfbærni samfélagsins í Hornafirði, valdefling og virk þátttaka ungmenna í að móta samfélagið. Það er hagur atvinnulífs og íbúa að hér verði áfram blómlegt samfélag. Valdefld ungmenni eru eftirsóknarverðir starfskraftar sem auðga og efla atvinnulíf svæðisins. Með þátttöku í HeimaHöfn gefst stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að styðja við þróun nærsamfélagsins með virkum og beinum hætti. Í gegnum verkefnið getur atvinnulífið styrkt stöðu sína með auknum tengslum og laðað að hæfileikaríka einstaklinga.

Þátttaka fyrirtækja, einyrkja og stofnana í verkefninu hefur margvíslegan ávinning, til dæmis:  

  • Þátttöku í tengslaneti HeimaHafnar og Nýheima þekkingarseturs við skóla, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga.
  • Tengsl við nemendur í leit að samstarfi vegna námssamninga eða háskólaverkefna.  
  • Tengsl við einstaklinga í leit að atvinnutækifærum.  
  • Tækifæri til að kynna störf og starfsemi fyrir ungu fólki.
  • Samfélagslegan sýnileika á heimasíðu og öðrum miðlum verkefnisins. 

Samstarfsaðilar