Bjarnanesprestakall

Bjarnanesprestakall er hluti af þjóðkirkjunni og er starfssvæðið allt Sveitarfélagið Hornafjörður. Prestakallinu tilheyra Stafafellskirkja, Hafnarkirkja, Bjarnaneskirkja, Brunnhólskirkja, Kálfafellsstaðarkirkja og Hofskirkja. Á vegum Bjarnanesprestakalls fer fram fjölbreytt starf á svæðinu; reglulegar guðsþjónustur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, foreldramorgnar og kórastarf auk funda þátttakenda í Vinir í bata og AA-samtökunum.

Sóknarprestur er Gunnar Stígur Reynisson. Prestur er Karen Hjartardóttir.

Hvítasunnukirkjan Lifandi vatn

Hvítasunnukirkjan Lifandi vatn heyrir undir Hvítasunnukirkjuna á Íslandi. Starf safnaðarins í Sveitarfélaginu Hornafirði er virkt, með reglulegum samkomum og bænastundum, barnastarfi og fjölbreyttum viðburðum.  

Forstöðumaður er Halldór Sævar Birgisson.