UMF Máni
Ungmennafélagið Máni hefur aðstöðu til íþróttaæfinga og annarrar afþreyingar á Mánavelli og í Mánagarði. Félagið hefur haldið þjóðhátíðardaginn hátíðlegan árlega með hátíðarhöldum í Nesjum á 17. júní og einnig staðið fyrir árlegri þrettándagleði.
- Elín Ýr Sigurbjörnsdóttir formaður Mána
- ungmennafelagidmani@gmail.com
- 845-4146
- *****************
- Aldur: Allur aldur
- Kyn: Öll velkomin
Golfklúbbur Hornafjarðar
Á Hornafirði er frábær níu holu golfvöllur, Silfurnesvöllur, og virkur golfklúbbur. Það er öflugt kvenna-, barna- og unglingastarf í klúbbnum. Klúbburinn stendur fyrir reglulegum mótum og öðrum viðburðum og hefur kynnt starfsemi sína fyrir nemendum FAS. Í golfskálanum er golfhermir sem hægt er að bóka tíma í. Golfklúbbur Hornafjarðar er fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
- Halldóra Katrín Guðmundsdóttir
- Heimasíða
- ghh1971@gmail.com
- 897-5690
- Dalbraut 3, 780 Höfn
- Aldur: Allur aldur
- Kyn: Öll velkomin
Hestamannafélagið Hornfirðingur
Hestamannafélagið Hornfirðingur var stofnað árið 1936 og á sér því langa og mikla sögu. Markmið félagsins er að efla hestamennsku og hrossarækt á félagssvæðinu, meðal annars með reglulegum mótum. Félagið vinnur að bættri aðstöðu til hestamennsku og aukinni fræðslu um hrossarækt, svo sem fóðrun og meðferð hesta. Einnig er áhersla á að efla áhuga barna og unglinga á hestamennsku og hestaíþróttum meðal annars með því að halda reiðnámskeið. Félagið á í samstarfi við önnur hestamannafélög og tekur þátt í starfi Landsmanbands hestamannafélaga.
Félagssvæði Hornfirðings er við Fornustekka í Nesjum og eru þar félagshúsið Stekkhóll, reiðhöll, hesthús, keppnisvöllur og grasbraut.
- Sigurjón Magnús Skúlason er formaður félagsins
- https://sites.google.com/view/hornfirdingur
- hornfirdingur36@gmail.com
- 899-7006
- Fornustekkar, 781 Nes
- Aldur: Allur aldur
- Kyn: Öll velkomin
Skotfélag Hornafjarðar
Skotfélag Austur-Skaftafellssýslu var stofnað árið 1984. Félagið hefur nýverið komið upp æfingaaðstöðu á Bergárdal. Á vegum Skotfélagsins fara fram regluleg mót og aðrir viðburðir auk þess sem félagar hafa tekið þátt í mótum og keppnum víðs vegar um landið.
- Ingólfur Guðni Einarsson er tengiliður
- skotfelaghornafjardar@hotmail.com
- 899-8716
- Bergárdal, 781 Nes
- Aldur: ******
- Kyn: Öll velkomin
Akstursíþróttafélag Austur-Skaftafellssýslu – ASK
Akstursíþróttafélag Austur-Skaftafellssýslu er félagsskapur fólks sem stundar motocross, (torfæruakstur á vélhjólum). Félagið er með virka starfsemi, meðal annars námskeið og keppnir fyrir ólíka aldurshópa. Aðstaða félagsins er við Fjárhúsavík en þar er vel útbúin braut. Félagar ASK taka þátt í mótum og keppnum víða um land.
- Jón Kjartansson er tengiliður
- ask.felag@gmail.com
- 895-2454
- Fjárhúsavík, 780 Höfn
- Aldur: Allur aldur
- Kyn: Öll velkomin
Ungmennasambandið Úlfljótur
Ungmennasambandið Úlfljótur eða USÚ var stofnað árið 1932 og sambandssvæði þess er Sveitarfélagið Hornafjörður. USÚ er samband ólíkra íþróttafélaga á svæðinu og eru aðildarfélög þess 11 talsins. Helsta hlutverk USÚ er að stjórna sameiginlegum íþróttamálum héraðsins og vera þar fulltrúi ÍSÍ. Félagið vinnur að því að efla íþróttastarf á svæðinu og styðja við heilbrigt líf ungmenna, meðal annars með virkri forvarnastefnu.
- Jóhanna Íris Ingólfsdóttir er formaður USÚ
- Heimasíða
- usu@usu.is
- 848-1645
- Hafnarbraut 15, 780 Höfn
- Aldur: Allur aldur
- Kyn: Öll velkomin
Ungmennafélagið Vísir
Ungmennafélagið Vísir var stofnað árið 1912 en starfsemi þess lá niðri um hríð. Félagið hefur aðstöðu að Hrollaugsstöðum í Suðursveit og hefur verið vel virkt frá því það var endurvakið árið 2022. Meðal þess sem félagið bíður upp á eru knattspyrna, frjálsar íþróttir og borðtennis. Á vegum félagsins eru reglulega haldin spilakvöld auk þess sem skipulögð dagskrá hefur verið í boði við ólík tilefni, svo sem þjóðhátíðardaginn og afmæli félagsins. Annað slagið stendur félagið fyrir svokölluðu krakkaglensi (einkum á rigningardögum) en þá hittast foreldrar með börn sín og allir leika sér saman í ýmsum íþróttum.
Ungmennafélag Öræfa
Félagið hefur afnot af aðstöðu í Hofgarði. Starfsemin á undanförnum árum hefur meðal annars verið tengd hátíðarhöldum á 17. júní og námskeiðahaldi. Vilji er til að efla starfsemi félagsins og bæta aðstöðu. Félagið á sér langa sögu og um árabil kom tímaritið Félagsvinurinn út á vegum þess.
Klifurfélag Öræfa
Í Káraskjóli í Freysnesi hefur Klifurfélag Öræfa byggt klifurvegg og komið upp æfingaaðstöðu. Félagið var stofnað árið 2018 og er góð viðbót við flóru íþróttafélaga á svæðinu. Tilgangur félagsins er að stuðla að framgangi klifuríþrótta og auka áhuga almennings á íþróttinni. Á vegum Klifurfélagsins eru haldin námskeið, keppnir, samkomur og kynningarstarf. Félagið leggur áherslu á að stuðla að því að fullnægjandi æfingaaðstaða standi félagsmönnum til boða.
- Íris Ragnarsdóttir er Pedersen formaður félagsins
- klifurfelagoraefa@gmail.com
- 659-4015
- ***********
- Aldur: Allur aldur
- Kyn: Öll velkomin
UMF Sindri
Ungmennafélagið Sindri er öflugt félag sem fagnar 90 ára afmæli árið 2024. Félagið bíður fjölbreytta möguleika til íþróttaiðkunar fyrir fólk á öllum aldri. Tilgangur félagsins er rekstur íþróttadeilda og efling íþróttaiðkunar á Höfn. Sindri býr að innan- og utanhúss aðstöðu miðsvæðis á Höfn; íþróttahúsi, sundlaug, yfirbyggðu knatthúsi að ógleymdum Sindravöllum. Á meðal þess sem í boði er á vegum félagsins eru iðkun badmintons, blaks, fimleika, rafíþrótta, sunds, knattspyrnu, körfubolta og frjálsra íþrótta. Formaður félagsins alls er Einar Sigurjónsson.
Hlaupahópur Hornafjarðar er starfræktur í samstarfi við frjálsíþróttadeild Sindra. Hlaupahópurinn stendur fyrir reglulegum æfingum og spennandi viðburðum, til dæmis búningaprýddu gamlárshlaupi og humarhátíðarhlaupi í fjalllendi.
- Margrét Kristinsdóttir er framkvæmdastjóri Sindra
- Heimasíða
- sindri@umfsindri.is
- 478-1989
- Hafnarbraut 15, 780 Höfn
- Aldur: Allur aldur
- Kyn: Öll velkomin
Knattspyrnudeild Sindra
Knattspyrnudeild Sindra stendur fyrir æfingum fyrir fjölbreyttan og fjölmennan hóp iðkenda. Þjálfarar knattspyrnudeildar eru sex talsins og sjá um þjálfun fótboltafólks frá yngsta stigi grunnskóla og upp í meistaraflokk karla og kvenna. Að auki eru í boði æfingar fyrir öldunga. Knattspyrnuæfingar Sindra fara fram í Báru og á útivöllum.
- Formaður mfl stjórnar er Kristján Sigurður Guðnason
- Formaður yfl stjórnar er Janus Gilbert Stephensen
- Heimasíða
- knattspyrna@umfsindri.is
- 478-1989
- Hafnarbraut 15, 780 Höfn
- Aldur: Frá 6 ára.
- Kyn: Öll velkomin
Fimleikadeild Sindra
Fimleikadeild Sindra var stofnuð á árunum 1986-87. Í byrjun var lítið til af tækjabúnaði en með tímanum hefur bæst í búnað deildarinnar og nú á hún til dæmis bæði dansgólf og fíberdýnu. Lögð er áhersla á að þátttakendur hafi gaman af æfingum með fimleikladeildinni enda sé ánægjan forsenda árangurs. Æfingar fara fram í Mánagarði og dansæfingar í íþróttahúsinu á Höfn.
- Fjóla Hrafnkelsdóttir
- Heimasíða
- fimleikar@umfsindri.is
- 478-1989
- Hafnarbraut 15, 780 Höfn
- Aldur: Frá leikskólaaldri
- Kyn: Öll velkomin
Frjálsíþróttadeild Sindra
Frjálsíþróttadeild Sindra heldur úti reglubundnum æfingum fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri. Æft er í Bárunni og í íþróttahúsinu í Heppuskóla á Höfn yfir veturinn en frá vori og fram á haust fara æfingar fram utandyra á frjálsíþróttavellinum.
- Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
- Heimasíða
- frjalsar@umfsindri.is
- 478-1989
- Hafnarbraut 15, 780 Höfn
- Aldur: Grunnskólaaldur
- Kyn: Öll velkomin
Sunddeild Sindra
Sunddeild Sindra heldur úti reglubundnum æfingum fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri. Deildin hefur einnig boðið upp á námskeið fyrir leikskólabörn og Garpasund fyrir fullorðna. Æfingar fara fram í sundlaug Hafnar.
- Emil Moravék
- Heimasíða
- sund@umfsindri.is
- 478-1989
- Hafnarbraut 15, 780 Höfn
- Aldur: Ólíkir aldurshópar
- Kyn: Öll velkomin
Körfuknattleiksdeild Sindra
Körfuknattleiksdeild Sindra er öflug og vaxandi deild. Boðið er upp á æfingar fyrir ólíka aldurshópar, allt frá 1. bekk grunnskólans til meistaraflokks karla, auk öldunga. Deildin býður einnig upp á boltaskóla fyrir leikskólabörn á síðustu tveim árum í leikskóla. Æfingar körfuknattleiksdeildarinnar fara fram í íþróttahúsinu í Heppuskóla á Höfn.
- Formaður mfl stjórnar er Hreiðar Bragi Valgeirsson.
- Formaður yfl stjórnar er Sigrún Ólöf Björgvinsdóttir
- Heimasíða
- karfa@umfsindri.is
- 478-1989
- Hafnarbraut 15, 780 Höfn
- Aldur: Frá 6 ára
- Kyn: Öll velkomin
Blakdeild Sindra
Blakdeild Sindra heldur úti æfingum fyrir ólíkan aldur frá 5. bekk Innan blakdeildarinnar eru meistaraflokkur kvenna og karlar eru í öldungadeild. Allar æfingar blakdeildarinnar fara fram í íþróttahúsinu í Heppuskóla á Höfn.
- Formaður mfl stjórnar er Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- Formaður yfl stjórnar er Sunna Guðmundsdóttir
- Heimasíða
- sindri@umfsindri.is
- 478-1989
- Hafnarbraut 15, 780 Höfn
- Aldur: Frá 5. bekk
- Kyn: Öll velkomin
Hlaupahópur Hornafjarðar
Hlaupahópur Hornafjarðar er starfræktur í samstarfi við frjálsíþróttadeild Sindra. Hlaupahópurinn stendur fyrir reglulegum æfingum og spennandi viðburðum, til dæmis búningaprýddu gamlárshlaupi og humarhátíðarhlaupi í fjalllendi.
- Helga Árnadóttir
- hlaupahopurhornafjardar@gmail.com
- 478-1989
- Hafnarbraut 15, 780 Höfn
- Aldur:
- Kyn: Öll velkomin
Badmintondeild Sindra
Badminton hefur verið stundað með hléum á vegum Ungmennafélagsins Sindra. Núverandi badmintondeild var stofnuð árið 2021. Hópurinn hafði þó verið starfræktur um nokkurt skeið án þess að vera formlega innan Sindra. Félagið leggur áherslu á almenna lýðheilsuhreyfingu í góðum félagsskap.
- Kristín Vala Þrastardóttir
- Heimasíða
- badminton@umfsindri.is
- 478-1989
- Hafnarbraut 15, 780 Höfn
- Aldur: 16 ára
- Kyn: Öll velkomin
Rafíþróttadeild Sindra
Rafíþróttadeild Sindra hefur aðstöðu í húsnæðinu Viðreisn og þar hafa iðkendur aðgang að tölvum sem deildin á. Marmkið deildarinnar er að efla ábyrgð, samskipti og félagsfærni þegar kemur að tölvum og tölvuleikjanotkun. Félagið leggur áherslu á að standa fyrir faglegu starfi og bjóða upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir iðkendur rafíþrótta á svæðinu.
- Róbert Marwin Gunnarsson
- Heimasíða
- rafithrottir@umfsindri.is
- 478-1989
- Viðreisn - Víkurbraut 1, 780 Höfn
- Aldur: -
- Kyn: Öll velkomin