4×4 Hornafjarðardeild
Félagið er deild innan Ferðaklúbbsins 4×4 sem starfar á landsvísu og vill standa vörð um ferðafrelsi. Klúbburinn er félagsskapur fólks sem hefur áhuga á ferðalögum um landið á fjórhjóladrifsbifreiðum. Meðal markmiða félagsins er að efla þekkingu á því er við kemur útbúnaði fjórhjóladrifsbifreiða og ferðalögum um byggðir og óbyggðir landsins auk þess að styrkja tengsl og kynni félagsmanna.
Hornafjarðardeildin fer reglulega í ferðir og hefur einnig staðið að sýningum, keppnum og öðrum viðburðum.
- Stefán Trausti Sigurðsson er formaður deildarinnar
- ********
- hornafjardardeild@f4x4.is
- 848-7807
- *******
- Aldur: ******
- Kyn: Öll velkomin
Félag eldri Hornfirðinga
Félagsstarf eldri Hornfirðinga fer að miklu leyti fram í Ekru, húsnæði félagsins, þar sem boðið er upp á ýmsa afþreyingu svo sem þythokkí, pílukast, púsl, skák og snóker. Í Ekru eru handavinnustofa og handverk selt til styrktar starfi félagsins. Tvisvar í viku er farið í gönguferð frá Ekru og sundleikfimi á vegum félagsins fer fram í sundlaug Hafnar. Leikfimi í Sporthöllinni þriðjudaga og fimmtudaga kl.10:30.
Af öðrum skipulögðum viðburðum má nefna spilastundir, dansleiki, kvikmyndasýningar, fræðsluerindi og námskeið ásamt lengri og skemmri ferðum. Innan félagsins eru bæði hljómsveit og kór. Félagið er virkt og öflugt og leggur áherslu á góða og gefandi samveru.
- Ari Jónsson formaður
- *********
- arijonssonhofn@gmail.com
- 8947065
- Víkurbraut 30, 780 Höfn
- Aldur: Eldri borgarar
- Kyn: Öll velkomin
Þrykkjan
Þrykkjan er félagsmiðstöð ungmenna á Hornafirði og er hún mikilvægur liður í forvarna– og tómstundastarfi sveitarfélagsins. Starfsemi Þrykkjunnar skiptist í þrennt og er almenn opnun tvisvar á dag alla daga vikunnar fyrir 5. – 10. bekk grunnskólans. Unglingastig Þrykkjunnar á í góðu samstarfi við félagsmiðstöðvar annars staðar á landinu og sækir meðal annars viðburði á vegum Samfés.
Ávallt er reynt að koma til móts við óskir ungmenna í sambandi við uppákomur og viðburðir í Þrykkjunni og er þar starfandi Þrykkjuráð sem krakkarnir manna sjálf.
- Erlendur Rafnkell Svansson er forstöðumaður
- erlendur@hornafjordur.is
- 470-8474
- Hafnarbraut 30, 780 Höfn
- Aldur: 5.-10. bekk grunnskólans
- Kyn: Öll velkomin
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands
Starfsemi Fuglaathugunarstöðvarinnar er umfangsmikil en á vegum hennar fara ekki einungis fram reglulegar athuganir á fuglum heldur einnig smádýrafánu svæðisins auk almennrar náttúruvöktunar. Fuglaathugarstöðin hefur aðstöðu í Einarslundi í jaðri Hafnar og þar eru meðal annars stundaðar merkingar og talningar á fuglum árið um kring. Liður í starfsemi stöðvarinnar er að halda úti heimasíðu þar sem birtar eru upplýsingar um flækinga, talningar og aðrar fréttir af náttúrulífi svæðisins. Fuglaathugunarstöðin hefur átt í áralöngu samstarfi við grunn- og framhaldsskóla sveitarfélagsins í tengslum við viss verkefni.
- Brynjúlfur Brynjólfsson er tengiliður
- Heimasíða
- bjugnefja@smart.is
- 894-0262
- Litlubrú 2, 780 Höfn
- Aldur: Allur aldur
- Kyn: Öll velkomin
Ungmennaráð Hornafjarðar
Ungmennaráð Hornafjarðar er ein af fastanefndum Sveitarfélagsins Hornafjarðar og samanstendur af einstaklingum á aldrinum 13-24 ára. Ráðið fundar einu sinni í mánuði og á að auki rétt á áheyrnarfulltrúum í öðrum fastanefndum sveitarfélagsins. Fulltrúar úr ungmennaráði mæta einnig á viðburði á landsvísu tengdum málefnum ungmenna. Ungmennaráð tekur þátt í umfjöllun um fjölbreytt mál í sveitarfélaginu og er mikilvægur vettvangur til að koma skoðunum ungs fólks á framfæri.
- Dagmar Lilja Óskarsdóttir
- dagmarlilja2003@icloud.com
- 611-4838
- Hafnarbraut 27, 780 Höfn
- Aldur: 13-24 ára
- Kyn: Öll velkomin
Pókerklúbbur Hornafjarðar
Á vegum félagsins eru reglulegar spilastundir auk móta.
Pókerklúbburinn hefur átt fulltrúa á landsmótum sem náð hafa góðum árangri, meðal annars hreppt Íslandsmeistaratitil árið 2023.
- Agnar Jökull Imsland Arason
- pokerklubburhfn@gmail.com
- 849-8596
- Hafið
- Aldur: 18 ára
- Kyn: Öll velkomin
Ferðafélag Austur-Skaftfellinga
Ferðafélag Austur-Skaftfellinga var stofnað árið 1980 og er áhugamannafélag sem heldur úti fjölbreyttu og öflugu félagsstarfi. Félagið rekur Múlaskála, gistiskála á Lónsöræfum. Einnig skipuleggur félagið fjölmargar gönguferðir árið um kring. Flestar ferðirnar eru dagsferðir og miserfiðar. Ferðir félagsins eru í flestum tilfellum í Sveitarfélaginu Hornafirði þó stundum sé farið lengra, jafnvel út fyrir landsteinana. Ferðafélag Austur-Skaftfellinga er deild innan Ferðafélags Íslands.
- Magnhildur Pétursdóttir er formaður félagsins
- Heimasíða
- ferdafelag@gonguferdir.is
- 868-7624
- *******
- Aldur: Allur aldur
- Kyn: Öll velkomin