Námsaðstaða á Hornafirði
Á Hornafirði er Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu (FAS), sem býður nemendum upp á fjölbreytt námsúrræði eftir grunnskóla. Skólinn leggur áherslu á sveigjanlegt nám og býður bæði bóknám og starfsnám, auk fjarnámsmöguleika fyrir þá sem vilja stunda nám með meiri sjálfstæði.
FAS er þekktur fyrir að nýta náttúru svæðisins í kennslu, sérstaklega í áföngum tengdum umhverfisfræðum, ferðamálum og útivist. Námið er aðlagað að þörfum nemenda og samfélagsins, sem gefur möguleika á sérsniðnum námsleiðum.
Auk framhaldsskólanáms er góð aðstaða fyrir fjarnema sem stunda háskólanám, þar sem Nýheimar þekkinargstur veitir aðstöðu, stuðning og leiðsögn fyrir þá sem vilja sækja sér háskólamenntun í gegnum fjarnám.
Símenntun er einnig í boði í samstarfi við fræðslustofnanir, sem býður íbúum á öllum aldri upp á endurmenntun, starfsþjálfun og sérhæfð námskeið í ýmsum greinum. Með þessari fjölbreyttu námsaðstöðu geta nemendur á Hornafirði sótt sér menntun á sínu áhugasviði án þess að þurfa að flytja strax í stærri byggðakjarna.