Hvernig er hægt að vera með?
HeimaHöfn byggir á samstarfi og þátttöku, samfélaginu okkar til heilla. Öllum áhugasömum býðst að taka þátt í verkefninu. Við hvetjum ungmenni, foreldra og forráðamenn, fulltrúa úr skólum, atvinnulífi, félagasamtökum og stjórnasýslu og aðra íbúa til að kynna sér verkefnið. Hér eru nokkur dæmi um ólíkar leiðir til þátttöku í HeimaHöfn:
Ungmenni geta skráð sig í leiðsagnarverkefni (mentor-program) til að fá leiðbeiningar og stuðning við atvinnuleit. Ungmennum standa einnig til boða viðburðir og námskeið til að styrkja tengsl við samfélagið.
Foreldrar og forráðamenn eru mikilvægir tengiliðir í HeimaHöfn og eru hvattir til að virkja ungmenni til þátttöku í verkefninu. Aðkoma foreldra felst ekki síst í stuðningi við ungmenni til að nýta sér það sem verkefnið hefur upp á að bjóða, svo sem viðburði og kynningar.
Atvinnulífið gegnir lykilhlutverki í samfélaginu. Í gegnum HeimaHöfn geta fyrirtæki og stofnanir meðal annars kynnt ungu fólki möguleika á sumarstörfum, starfsnámi og samstarfsverkefnum.
Skólar eru meðal helstu samstarfsaðila HeimaHafnar. Þátttaka skólanna felst til dæmis í því að kynna nemendum fjölbreytta náms- og atvinnumöguleika og efla tengsl nemenda við atvinnulífið.
Þátttaka þín er mikils virði!