Umsjón með fjarprófum

Nýheimar þekkingarsetur hefur umsjón með fjarprófum háskólanema á Hornafirði.

Skráning prófstaðar

Háskólanemar, sem hyggjast nýta sér prófþjónustu setursins og taka próf á vegum síns skóla sem fjarpróf á Höfn, eru hvattir til að skrá prófstað sinn í Uglunni. Þetta á bæði við um fjarnema  og staðnema og veitir staðnemum sveigjanleika til að koma fyrr heim til Hornafjarðar í próftörnum fyrir jóla- og sumarfrí.

Nánari upplýsingar um fjarprófatöku eftir mismunandi skólum má finna hér:

Gjaldskrá

Nemendur greiða hóflegt gjald vegna fjarprófa; 4.000 kr. fyrir hvert próf, þó að hámarki 16.000 kr. á önn. Í undantekningartilfellum greiðir viðkomandi háskóli fyrir þessa þjónustu.

Próftökugjald er samkvæmt gjaldskrá Háskólafélags Suðurlands og því sama verð fyrir alla nemendur á Suðurlandi. Í lok hverrar annar sendir setrið út reikninga til próftaka og innheimtir próftökugjöld .

Ferli og tengiliðir

Háskólar verða í öllum tilfellum að koma prófum og leiðbeiningum til Nýheima þekkingarseturs. Flýtt getur fyrir ferlinu ef nemar benda sínum skóla á réttan tengilið hjá setrinu.

Umsjón með þjónustu við háskólanema hefur Nejra Mesetovic (nejra@nyheimar.is