Hér getur þú bókað fund með verkefnastjórum HeimaHafnar. Fundirnir eru ætlaðir bæði einstaklingum og fyrirtækjum, stofnunum og einyrkjum sem vilja kynnast verkefninu nánar, ræða mögulega þátttöku eða skoða tækifæri til samstarfs. Nejra er tengiliður við einstaklinga en Eva tengiliður við atvinnulíf.

Á fundunum er rými fyrir samtal um hugmyndir, framtíðaráform og þarfir, hvort sem um er að ræða nám, atvinnu, nýsköpun, samfélagsþátttöku eða tengslamyndun. Fundirnir geta einnig nýst til að veita leiðsögn, miðla upplýsingum um úrræði og tengja þátttakendur við fólk, fyrirtæki eða stofnanir innan tengslanets HeimaHafnar.

Markmiðið er að styðja við einstaklinga og atvinnulíf í Sveitafélaginu Hornafirði með persónulegri nálgun, styrkja tengsl við samfélagið og skapa farveg fyrir samstarf og þróun.